Framsókn hreyfir við Norðmönnum 27. febrúar 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira