Ákærður fyrir bílbrennur 23. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“