Bauhaus til Íslands
Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.