Sjö króna sekt fyrir grammið 22. febrúar 2005 00:01 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira