Upplýsingagjöf til skoðunar 20. febrúar 2005 00:01 Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira