Eykur verðmæti sjávarafurða 19. febrúar 2005 00:01 Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina." Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina."
Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira