Ford Focus með ýmsum nýjungum 19. febrúar 2005 00:01 Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira