Jafnt í Ásgarði 19. febrúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira