Fórum of mjúkum höndum um Roland 16. febrúar 2005 00:01 Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín. Íslenski handboltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira