Beðið eftir lögmanninum 16. febrúar 2005 00:01 Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira