Ríkulega lagt á búsið 16. febrúar 2005 00:01 Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira