Auknar heimildir til rannsóknar 15. febrúar 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira