Eradze segist heppinn 15. febrúar 2005 00:01 Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira