Hreint og klárt lögbrot 15. febrúar 2005 00:01 Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira