Skoðun

Nútíma þrælahald

Það er ólíðandi fyrir verkafólk hér á landi að horfa upp á það að fengnir séu starfskraftar á launum sem eru skammarlega lág og myndu ekki duga okkur íslendingum til að framfleyta fjölskyldu, hvað þá meira. Maður fyllist reiði í garð þeirra manna sem stunda slíkt og líka í garð þeirra sem eiga að setja lög og reglur hér á landi. Það verður ekki horft framhjá þessu lengur og alþingismenn ættu að fara að vinna vinnunna sína fyrir fólkið í landinu. Til þess voru þeir kosnir. Ég gef ekki mikið fyrir þetta ESB kjaftæfi sem er að tröllríða íslensku þjóðfélagi. Settar eru skorður við útlendingum sem vilja vera hérna, er meinað vegna aldurs að vera hér, en svo fá menn að stunda vinnu án réttinda og án þess að hafa til þess leyfi. Hvílíkur tvískinnungur! Þetta verður að stöðva og það strax. Ef þarf að setja sérstök lög, þá verður að hefjast handa við það umsvifalaust. Afla nýrra upplýsinga og fara að vinna í þessu án tafar. Ríkið verður af milljónum króna af þessari starfsemi svokallaðra atvinnuþjónustufyrirtækja sem er ekkert annað en nútíma þrælahald. Guðmundur E. Jóelsson Keflavík



Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×