Stofna líftæknifyrirtæki á Íslandi 14. febrúar 2005 00:01 Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli. Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli.
Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira