Svaf ekki eftir ránið 14. febrúar 2005 00:01 "Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
"Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“