Álag og forgangsröðun valda töfum 14. febrúar 2005 00:01 Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira