Fangelsið ekki mannsæmandi 14. febrúar 2005 00:01 Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira