Einar með tvö í sigurleik

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Hamborg 33-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Wallau er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig en Hamborg í 5. sæti með 27 stig. Í dönsku úrvalsdeildinni vann Viborg Skjern með 34 mörkum gegn 28. Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skjern og Jón Þorbjörn Jóhannesson skoraði eitt. Viborg er í fjórða sæti í deildinni með 20 stig en Skjern sæti neðar með 19 stig.