Somerfield á stórinnkaupalistann 11. febrúar 2005 00:01 Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið.
Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira