Lögsækir ríkið fyrir uppsögn 9. febrúar 2005 00:01 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira