Flugleiðir kaupa Bláfugl 8. febrúar 2005 00:01 Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira