Dagur féll á lyfjaprófi 5. febrúar 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður. Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira