Fegurðardrottning í forstjórastól 1. febrúar 2005 00:01 Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum." Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum."
Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira