Heppni að björgun tókst 1. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira