Hagnaður bankanna aldrei meiri 28. janúar 2005 00:01 Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira