Skemmtilegur bæði í sveit og borg 28. janúar 2005 00:01 Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira