Fékk skilorð með skilyrðum 27. janúar 2005 00:01 Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum. Á skilorðstímanum má pilturinn ekki neyta áfengis eða deyfilyfja og er krafist að hann sæti meðferð á stofnun til að venja hann af fíkn sinni. Þá þarf hann að sæta læknismeðferð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi piltsins, fagnar niðurstöðu dómsins sem hann segir rétta og sanngjarna. "Því miður er þessu úrræði allt of sjaldan beitt," segir Sveinn. Tilgangur þessa sérstaka skilorðs er til að tryggja að pilturinn sæti þeirri læknismeðferð sem þarf til að draga úr líkunum á því að hann fremji ný brot. Geðlæknir segir piltinn sakhæfan þrátt fyrir nokkra geðsjúkdóma en aftur á móti sé mjög nauðsynlegt að sjúkdómar piltsins verði meðhöndlaðir. Annars sé einsýnt að afbrigðileg og andfélagsleg hegðun hans muni halda áfram. Pilturinn kom í Hringbrautarapótek vopnaður gasskammbyssu í byrjun september og hótaði starfsstúlku og lyfsala lífláti, en hann vildi fá afhent rítalín. Þá hefur hann hótað og tekið starfsmann veitingastaðar hálstaki og otað hníf að bensínafgreiðslumanni. Í október strauk pilturinn úr gæsluvarðhaldi þegar átti að flytja hann úr fangelsinu á Skólavörðustíg á Litla-Hraun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum. Á skilorðstímanum má pilturinn ekki neyta áfengis eða deyfilyfja og er krafist að hann sæti meðferð á stofnun til að venja hann af fíkn sinni. Þá þarf hann að sæta læknismeðferð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi piltsins, fagnar niðurstöðu dómsins sem hann segir rétta og sanngjarna. "Því miður er þessu úrræði allt of sjaldan beitt," segir Sveinn. Tilgangur þessa sérstaka skilorðs er til að tryggja að pilturinn sæti þeirri læknismeðferð sem þarf til að draga úr líkunum á því að hann fremji ný brot. Geðlæknir segir piltinn sakhæfan þrátt fyrir nokkra geðsjúkdóma en aftur á móti sé mjög nauðsynlegt að sjúkdómar piltsins verði meðhöndlaðir. Annars sé einsýnt að afbrigðileg og andfélagsleg hegðun hans muni halda áfram. Pilturinn kom í Hringbrautarapótek vopnaður gasskammbyssu í byrjun september og hótaði starfsstúlku og lyfsala lífláti, en hann vildi fá afhent rítalín. Þá hefur hann hótað og tekið starfsmann veitingastaðar hálstaki og otað hníf að bensínafgreiðslumanni. Í október strauk pilturinn úr gæsluvarðhaldi þegar átti að flytja hann úr fangelsinu á Skólavörðustíg á Litla-Hraun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira