Dómur áhrif á gerð kjarasamninga 26. janúar 2005 00:01 "Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
"Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira