Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip 24. janúar 2005 00:01 Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira