Karakter að mínu skapi 23. janúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. "Við vorum alltaf á hælunum. Byrjuðum grimmir og svolítið kaldir með 3/3 vörnina en hún gekk ekki upp. Gerðum of mikið af mistökum maður á mann en Roland varði samt ágætlega á þessum kafla. Við vorum svolítið staðir í sókninni og fengum of mikið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og það var æðislegt að ná að jafna leikinn en það sýnir að við erum ekki í miklu betra formi en Tékkarnir," sagði Viggó ákveðinn en hann telur að íslenska liðið geti leikið af slíkum hraða allt mótið. "Það er alveg pottþétt að við höldum þetta út. Við erum búnir að æfa rosalega vel og liðið var andlega ekki í lagi í 45 mínútur. Strákarnir vita aftur á móti núna hvað þeir geta og ég held að þetta gefi okkur blóð á tennurnar. Frammistaðan í dag ber vott um karakter sem ég vil að mín lið hafi." Eins og íslenska liðið var að spila illa lengi vel þá ganga margir leikmenn frá þessum leik með höfuðið hátt. "Markús Máni var að spila stórkostlega og Ólafur var náttúrulega frábær. Arnór átti frábæra innkomu. Ég hefði viljað sjá hann skora tvisvar en hann var óheppinn. Samt í heildina er ég mjög sáttur við sóknarleikinn en við þurfum að laga margt í varnarleiknum. Ég var líka ánægður með hraðaupphlaupin í síðari hálfleik," sagði Viggó sem gat ekki neitað því að íslenska liðið hefði líka verið heppið. "Við vorum heppnir að fá annað stigið en á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum." Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var einbeittur eftir leik og greinilega enn að jafna sig eftir átökin en hann var ansi líflegur á lokakaflanum. "Við vorum alltaf á hælunum. Byrjuðum grimmir og svolítið kaldir með 3/3 vörnina en hún gekk ekki upp. Gerðum of mikið af mistökum maður á mann en Roland varði samt ágætlega á þessum kafla. Við vorum svolítið staðir í sókninni og fengum of mikið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og það var æðislegt að ná að jafna leikinn en það sýnir að við erum ekki í miklu betra formi en Tékkarnir," sagði Viggó ákveðinn en hann telur að íslenska liðið geti leikið af slíkum hraða allt mótið. "Það er alveg pottþétt að við höldum þetta út. Við erum búnir að æfa rosalega vel og liðið var andlega ekki í lagi í 45 mínútur. Strákarnir vita aftur á móti núna hvað þeir geta og ég held að þetta gefi okkur blóð á tennurnar. Frammistaðan í dag ber vott um karakter sem ég vil að mín lið hafi." Eins og íslenska liðið var að spila illa lengi vel þá ganga margir leikmenn frá þessum leik með höfuðið hátt. "Markús Máni var að spila stórkostlega og Ólafur var náttúrulega frábær. Arnór átti frábæra innkomu. Ég hefði viljað sjá hann skora tvisvar en hann var óheppinn. Samt í heildina er ég mjög sáttur við sóknarleikinn en við þurfum að laga margt í varnarleiknum. Ég var líka ánægður með hraðaupphlaupin í síðari hálfleik," sagði Viggó sem gat ekki neitað því að íslenska liðið hefði líka verið heppið. "Við vorum heppnir að fá annað stigið en á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira