Þurfum að klípa þá og pirra 22. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira