Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl 21. janúar 2005 00:01 Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira