Tekur tonn af fitu af landsmönnum 18. janúar 2005 00:01 "Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sínum. Þá er stundum óþarfa hreinskilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Við höfum líka orðið samrýmdari eftir að við byrjuðum að vinna saman sem er gott mál," segir Georg Ögmundsson, einn af rekendum Orkuversins. Orkuverið er á tveimur hæðum og er tækjasalurinn þrískiptur. "Á neðri hæð er íþróttasalur og herbergi fyrir mestu öskrin. Þar er pláss fyrir kraftakarlana og nauðsynleg aðstaða í alvöru líkamsræktarstöð. Þar eru bekkpressur og lóð og allt sem þarf til að iðka ólympískar lyftingar. Efri hæðin er síðan ætluð almenningi þar sem er frekar róleg og góð líkamsrækt. Það finna sem sagt allir eitthvað við sitt hæfi og fólk fer á hvora hæðina sem það vill. Síðan er tengingin við Egilshöllina mjög sterk en þar er margt hægt að gera. Þar er innanhússfótbolti, skautasvell og keilusalur á leiðinni. Maður getur beinlínis eytt deginum í Egilshöllinni," segir Georg en bæði hann og systur hans hafa brennandi áhuga á líkamsrækt. "Ég hef verið að keppa í aflraunum en Sara systir mín er meira í jógalínunni. Þetta er sem sagt sitthvor póllinn og þegar tækifæri bauðst að reka líkamsræktarstöð þá ákváðum við að kýla á það." Orkuverið er að fara af stað með leik í samstarfi við útvarpsstöðvarnar FM 957 og Létt 96,7. "Við ætlum að verðlauna fólk fyrir að missa kíló og ætlum að taka tonn af fitu af landsmönnum. Fólk bara kaupir kort og skráir sig og vigtar sig reglulega. Síðan fær það verðlaun á þriggja kílóa fresti. En sá sem missir grammið sem kemur okkur yfir tonnið fær vegleg verðlaun. Það eru góð verðlaun í boði eins og til dæmis GSM-símar, rúm, ferðavinningar, DVD-spilarar og margt fleira. Við erum búin að fá svakalega, löggilta vigt sem mælir hvert einasta gramm," segir Georg og er bjartsýnn með framtíð Orkuversins sem hefur fengið góðar móttökur. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sínum. Þá er stundum óþarfa hreinskilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Við höfum líka orðið samrýmdari eftir að við byrjuðum að vinna saman sem er gott mál," segir Georg Ögmundsson, einn af rekendum Orkuversins. Orkuverið er á tveimur hæðum og er tækjasalurinn þrískiptur. "Á neðri hæð er íþróttasalur og herbergi fyrir mestu öskrin. Þar er pláss fyrir kraftakarlana og nauðsynleg aðstaða í alvöru líkamsræktarstöð. Þar eru bekkpressur og lóð og allt sem þarf til að iðka ólympískar lyftingar. Efri hæðin er síðan ætluð almenningi þar sem er frekar róleg og góð líkamsrækt. Það finna sem sagt allir eitthvað við sitt hæfi og fólk fer á hvora hæðina sem það vill. Síðan er tengingin við Egilshöllina mjög sterk en þar er margt hægt að gera. Þar er innanhússfótbolti, skautasvell og keilusalur á leiðinni. Maður getur beinlínis eytt deginum í Egilshöllinni," segir Georg en bæði hann og systur hans hafa brennandi áhuga á líkamsrækt. "Ég hef verið að keppa í aflraunum en Sara systir mín er meira í jógalínunni. Þetta er sem sagt sitthvor póllinn og þegar tækifæri bauðst að reka líkamsræktarstöð þá ákváðum við að kýla á það." Orkuverið er að fara af stað með leik í samstarfi við útvarpsstöðvarnar FM 957 og Létt 96,7. "Við ætlum að verðlauna fólk fyrir að missa kíló og ætlum að taka tonn af fitu af landsmönnum. Fólk bara kaupir kort og skráir sig og vigtar sig reglulega. Síðan fær það verðlaun á þriggja kílóa fresti. En sá sem missir grammið sem kemur okkur yfir tonnið fær vegleg verðlaun. Það eru góð verðlaun í boði eins og til dæmis GSM-símar, rúm, ferðavinningar, DVD-spilarar og margt fleira. Við erum búin að fá svakalega, löggilta vigt sem mælir hvert einasta gramm," segir Georg og er bjartsýnn með framtíð Orkuversins sem hefur fengið góðar móttökur.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira