Stjarnan mætir pólsku liði

Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn pólska liðinu Vitaral Jelfa í 16 liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik, en dregið var í morgun. Fyrri leikur liðanna verður í Póllandi 12. eða 13. febrúar og sá síðari í Garðabæ viku síðar. Pólska liðið sat hjá í riðlakeppni Áskorendabikarsins.