Lélegir demparar valda óhöppum 17. janúar 2005 00:01 "Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti. Bílar Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
"Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti.
Bílar Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira