Súðavík flutt 16. janúar 2005 00:01 Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira