Verðbólgan að sprengja þolmörkin 14. janúar 2005 00:01 Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira