Nöfnin fari hugsanlega á Netið 13. janúar 2005 00:01 Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira