Deilt um hagnað af samráði 13. janúar 2005 00:01 Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira