Gætu fengið fimmtán ára fangelsi 13. október 2005 15:20 Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira