Hagræn áhrif á orðanotkun 10. janúar 2005 00:01 Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-)
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar