Lögreglufréttir 6. janúar 2005 00:01 Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira