Endurálagning Baugs 464 milljónir 5. janúar 2005 00:01 Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira