Mjólkurlaust í Bolungarvík 4. janúar 2005 00:01 Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira