Rúmlega 1600 fíkniefnamál í fyrra 4. janúar 2005 00:01 Rúmlega 16 hundruð fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á síðasta ári. Rúmur helmingur fíkniefnamála kemur upp um helgi og flest koma upp yfir sumarmánuðina. Fíkniefnabrot í fyrra voru 1621 en árið 2003 voru þau 1385. Þeim fjölgaði því um 17 prósent á milli ára. Í skýrslum lögreglu skortir hins vegar upplýsingar um hversu margar klukkustundir liggiað baki þessari vinnu líkt og upplýst er í sambærilegum skýrslum margra nágrannaþjóða. Það er þess vegna í raun ekkert hægt að fullyrða hvort fíkniefnabrotum hafi í raun fjölgað eða hvort lögregla hafi ráðstafað hlutfallslega meiri mannafla og tíma í þennan málaflokk en áður. Tölur lögreglunnar sýna hins vegar að flest fíkniefnabrot varða vörslu og neyslu fíkniefna. 1161 maður var kærður fyrir fíkniefnabrot í fyrra og voru rúmlega 1000 þeirra eða 87 prósent karlar. 94 prósent kærðra voru íslenskir ríkisborgarar. Líkt og fyrri ár komu flest fíkniefnamálin upp yfir sumarmánuðina. Þannig kom tæplega fjórðungur allra mála síðasta árs upp í júlí og ágúst. Í þessum brotum var hald lagt á 16 kíló af amfetamíni en 3 kíló árið áður og fimm kíló af kókaíni á móti einu kílói árið 2003. Hins vegar var lagt hald á minna af hassi; í fyrra var lagt hald á 37 kíló en árið áður voru hasskílóin 55. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Rúmlega 16 hundruð fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á síðasta ári. Rúmur helmingur fíkniefnamála kemur upp um helgi og flest koma upp yfir sumarmánuðina. Fíkniefnabrot í fyrra voru 1621 en árið 2003 voru þau 1385. Þeim fjölgaði því um 17 prósent á milli ára. Í skýrslum lögreglu skortir hins vegar upplýsingar um hversu margar klukkustundir liggiað baki þessari vinnu líkt og upplýst er í sambærilegum skýrslum margra nágrannaþjóða. Það er þess vegna í raun ekkert hægt að fullyrða hvort fíkniefnabrotum hafi í raun fjölgað eða hvort lögregla hafi ráðstafað hlutfallslega meiri mannafla og tíma í þennan málaflokk en áður. Tölur lögreglunnar sýna hins vegar að flest fíkniefnabrot varða vörslu og neyslu fíkniefna. 1161 maður var kærður fyrir fíkniefnabrot í fyrra og voru rúmlega 1000 þeirra eða 87 prósent karlar. 94 prósent kærðra voru íslenskir ríkisborgarar. Líkt og fyrri ár komu flest fíkniefnamálin upp yfir sumarmánuðina. Þannig kom tæplega fjórðungur allra mála síðasta árs upp í júlí og ágúst. Í þessum brotum var hald lagt á 16 kíló af amfetamíni en 3 kíló árið áður og fimm kíló af kókaíni á móti einu kílói árið 2003. Hins vegar var lagt hald á minna af hassi; í fyrra var lagt hald á 37 kíló en árið áður voru hasskílóin 55.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira