Alheimsfegurð enn og aftur 12. desember 2005 06:00 Það er langur vegur frá Tívolíinu í Vatnsmýrinni í Reykjavík til eyjarinnar Hainan við suðurströnd Kína, þar sem Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning á laugardag fyrir þettsetinni sýningarhöll og milljónum sjónvarpsáhorfenda víða um heim. Í Tívolískemmtigarðinum, sem var og hét, var fegurðarsamkeppni árlegur viðburður í áraraðir og það hlýtur að hafa verið kalt oft á tíðum að koma þar fram á sundbolum. Íslenskar fegurðardrottningar létu það þó ekki á sig fá og sprönguðu aftur og fram á sýningarpallinum í svalri sumarnóttinni. Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Kvenfrelsiskonur hafa gjarnan gagnrýnt fegurðarsamkeppni bæði í heimalöndum sínum og á alþjóðavettvangi en ekki hafa borist miklar fregnir af mótmælum við keppnina á sumarleyfisstaðnum Hainan í Kína. Það er vert að veita því að athygli að þessi keppni er nú haldin í Kína og ber það vott um breytingar þær sem þar hafa orðið á síðustu árum. Fyrir 5-10 árum hefði líklega verið óhugsandi að slík keppni væri haldin þar í landi. Ekki hafa borist fréttir hingað af mótmælum við að keppnin skyldi að þessu sinni haldin í Kína og líklegt að margir Kínverjar hafi fremur fagnað því en hitt að fá að fylgjast með keppni sem þessari. Einu mótmælin sem heyrst hefur um í tilefni af þessari keppni koma úr heimi múslima, en stúlkan sem bar sigur úr býtum í keppninni í Bretlandi er einmitt múslimi og féll þátttaka hennar í keppninni í grýttan jarðveg hjá mörgum sömu trúar. Stúlkan sú hefur þó ekki alltaf baðað sig í sviðsljósi fegurðarheimsins, því um tíma bjó hún í Afganistan og kúrði í kjallaraherbergi í miðborg Kabúl á meðan sprengjurnar féllu á borgina. Hér áður fyrr voru ýmsir sólarstaðir í Bandaríkjunum vettvangur slíkra atburða og gott ef það var ekki á Langasandi sem Guðrún Bjarnadóttir sló í gegn árið 1962 og ruddi þar með brautina fyrir íslenskar fegurðardrottningar á alþjóðavettvangi. Vandi fylgir þó vegsemd hverri og nú þegar Unnur Birna hefur verið kjörin Ungfrú heimur er það hennar hlutverk að ferðast um heiminn sem eins konar góðgerðarsendiherra og láta gott af sér leiða. Fyrirrennarar hennar hafa heimsótt bágstödd börn víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum þeirra. Þá verður hún fyrst og fremst kynnt sem Ungfrú heimur og Íslendingur. Það hefur verið sagt að það sé gott að vera Íslendingur í útlöndum, við séum friðsöm þjóð og hér sé lýðræði í hávegum haft. Ekki er við öðru að búast, þar sem hún á sterkt bakland og ber af sér góðan þokka. Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Unnur Birna verður líka fyrirmynd margra ungra stúlkna og því er mikilvægt að hún standi sig í hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun
Það er langur vegur frá Tívolíinu í Vatnsmýrinni í Reykjavík til eyjarinnar Hainan við suðurströnd Kína, þar sem Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning á laugardag fyrir þettsetinni sýningarhöll og milljónum sjónvarpsáhorfenda víða um heim. Í Tívolískemmtigarðinum, sem var og hét, var fegurðarsamkeppni árlegur viðburður í áraraðir og það hlýtur að hafa verið kalt oft á tíðum að koma þar fram á sundbolum. Íslenskar fegurðardrottningar létu það þó ekki á sig fá og sprönguðu aftur og fram á sýningarpallinum í svalri sumarnóttinni. Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Kvenfrelsiskonur hafa gjarnan gagnrýnt fegurðarsamkeppni bæði í heimalöndum sínum og á alþjóðavettvangi en ekki hafa borist miklar fregnir af mótmælum við keppnina á sumarleyfisstaðnum Hainan í Kína. Það er vert að veita því að athygli að þessi keppni er nú haldin í Kína og ber það vott um breytingar þær sem þar hafa orðið á síðustu árum. Fyrir 5-10 árum hefði líklega verið óhugsandi að slík keppni væri haldin þar í landi. Ekki hafa borist fréttir hingað af mótmælum við að keppnin skyldi að þessu sinni haldin í Kína og líklegt að margir Kínverjar hafi fremur fagnað því en hitt að fá að fylgjast með keppni sem þessari. Einu mótmælin sem heyrst hefur um í tilefni af þessari keppni koma úr heimi múslima, en stúlkan sem bar sigur úr býtum í keppninni í Bretlandi er einmitt múslimi og féll þátttaka hennar í keppninni í grýttan jarðveg hjá mörgum sömu trúar. Stúlkan sú hefur þó ekki alltaf baðað sig í sviðsljósi fegurðarheimsins, því um tíma bjó hún í Afganistan og kúrði í kjallaraherbergi í miðborg Kabúl á meðan sprengjurnar féllu á borgina. Hér áður fyrr voru ýmsir sólarstaðir í Bandaríkjunum vettvangur slíkra atburða og gott ef það var ekki á Langasandi sem Guðrún Bjarnadóttir sló í gegn árið 1962 og ruddi þar með brautina fyrir íslenskar fegurðardrottningar á alþjóðavettvangi. Vandi fylgir þó vegsemd hverri og nú þegar Unnur Birna hefur verið kjörin Ungfrú heimur er það hennar hlutverk að ferðast um heiminn sem eins konar góðgerðarsendiherra og láta gott af sér leiða. Fyrirrennarar hennar hafa heimsótt bágstödd börn víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum þeirra. Þá verður hún fyrst og fremst kynnt sem Ungfrú heimur og Íslendingur. Það hefur verið sagt að það sé gott að vera Íslendingur í útlöndum, við séum friðsöm þjóð og hér sé lýðræði í hávegum haft. Ekki er við öðru að búast, þar sem hún á sterkt bakland og ber af sér góðan þokka. Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Unnur Birna verður líka fyrirmynd margra ungra stúlkna og því er mikilvægt að hún standi sig í hlutverki sínu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun