Allir verða að vera jafnir fyrir lögum 25. nóvember 2005 06:15 Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun