Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla 10. nóvember 2005 07:15 Skíðamenn í Hlíðarfjalli. Elstu menn fyrir norðan muna vart betri byrjun á skíðavertíð en þá sem þeir urðu vitni að síðustu helgi. Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við. Innlent Lífið Menning Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira
Skíðaáhugamenn á Norðurlandi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu. "Nú er komið að því að kenna Skagfirðingum og Húnvetningum að renna á skíðum enda nóg komið af hestamennsku í bili," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastól í Skagafirði. Þar verður boðið upp á ókeypis skíðakennslu næsta laugardag. "Hér er nú meiri snjór en nokkurn tíman í fyrra og útlit fyrir góða skíðahelgi," segir Viggó kátur í bragði. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu og kostar leigan 4.200 krónur fyrir daginn en 1.750 fyrir börn. "Svo eigum við einhverja tíu hjálma en þá lánum við bara. Svo getur fólk komið með útreiðarhjálmana, það er bara vel séð hér á þessum slóðum," bætir Viggó við. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæði sitt um síðustu helgi og eru menn þar einnig ánægðir með færð og aðsókn skíðafólks en þar er frítt í lyfturnar um þessar mundir. Enn hefur ekki verið opnað á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði þó snjór sé í fjöllum. "Það vantar svona herslumuninn og það er alveg ljóst að það breytist ekkert um helgina," segir Jóhann K. Torfason umsjónarmaður og krossleggur fingur. Í Seljalandsdal, sem er við Tungudal, eru þó einhverjir farnir að renna um á gönguskíðum. Í Hlíðarfjalli var opnað um síðustu helgi og segir Guðmundur Karl Jónsson að elstu menn muni vart betri byrjun á skíðavertíð. Þar verður opið aftur um næstu helgi og svo á miðvikudag og fjölgar dögunum smátt og smátt sem opið er. Guðmundur segir að mikil aðsókn sé í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli. "Þetta er sú þróun sem á sér stað hér sem og annars staðar enda er dýrt að koma sér upp öllum skíðabúnaði. Dagarnir eru kannski ekki svo margir sem menn nota hann þannig að það er mjög þægilegt að leigja þetta enda eru leigurnar alltaf með nýjustu og bestu gerðir," bætir hann við.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent